Þekkingargrunnur
Nýjungar í F-PROT 6
Sent af Finnbogi Finnbogason on 24/11/2008 12:12
Fyrir utan bættar leitaraðferðir og endurhönnun á viðmóti forritsins, þá má sjá nýjungar sem kynntar eru hér fyrir neðan:
  • Sjálfvirkir skannar sem fylgjast með öllum skrám þegar skrár eru opnaðar, vistaðar eða afritaðar.
  • Alsjálfvirkar mismunauppfærslur á veirugagnaskrám og á forritinu sjálfu.
  • Sóttkví til að einangra smitaðar og grunsamlegar skrár og geyma afrit af sótthreinsuðum skrám.
  • Stillingavörn með lykilorði til að hamla óviðkomandi aðgangi að stillingum.
  • Verkstjóri til að setja upp áætluð tímaverk á settum degi og tíma.
  • Háþróaður skipanalínuskanni fyrir þá lengra komnu.
  • Ítarleg upplýsingaskráning í kerfisannála og leitarskýrslur.
  • Sjálfvirk hreinsun veira, orma og Trójuhesta án þess að skemma gögn notenda.
  • Háþróuð reglusafnaleit sem verndar tölvuna gegn nýjum og jafnvel óþekktum veirum. .
  • Útilokun á skrám, möppum eða skáargerðum fyrir sjálfvirka og handvirka skönnun.
(1 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN