Þekkingargrunnur
Næ ekki tengingu við netþjón
Sent af Finnbogi Finnbogason on 24/11/2008 12:12
Þessi skilaboð koma fram í uppfærsluglugga F-PROT Antivirus fyrir Windows ef ekki næst samband við uppfærslunetþjóna. Atriðin hér á eftir geta hjálpað til við að leysa úr þess konar vandamáli.
  1. Er tölvan örugglega tengd Netinu? F-PROT Antivirus þarf að tengjast Netinu til að sækja nýjar veirugagnaskrár.
  2. Hvaða útgáfa af F-PROT Antivirus er uppsett á tölvunni? Athugaðu útgáfunúmerið í F-PROT > Uppfærslur og kíktu hér til að sjá hvort það er nýjasta útgáfan af F-PROT Antivirus.
  3. Er eldveggur (e. firewall) uppsettur á tölvunni? Margir eldveggir loka fyrir aðgang F-PROT Antivirus að Netinu. Gakktu úr skugga um að F-PROT Antivirus hafi samþykki eldveggjarins til að tengjast Netinu.
  4. Tengist þú Netinu í gegnum sel (e. proxy)? Ef svo er, gættu þess að upplýsingar um Proxy séu réttar í F-PROT > Uppfærslur > Stillingar.
  5. Gakktu úr skugga um að Internet Explorer sé ekki settur á Work offline.
Ef ekkert af ofantöldu leysir vanda þinn mælum við með því að þú hafir samband við Tækniþjónustu.
(19 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN