Þekkingargrunnur
Sækja áskriftarlykil í nýtt sölukerfi (eftir 5. maí 2014)
Sent af Gunnar Þór Jónsson on 20/03/2017 11:41

Athugið að við endurnýjun á áskrift þarf ekki að setja F-PROT upp aftur, heldur eingöngu setja inn nýjan áskriftarlykil.

Þar sem við vorum að taka í gagnið nýja vefverslun þarf að setja nýja áskriftarlykilinn inn í F-PROT (í þetta eina skipti).

ATH – notendanafn og lykilorð kemur fram í staðfestingarpóstinum sem sendur var þegar nýja áskriftin var stofnuð.

 

 

Smelltu hér til að skrá þig inn (hægt er að velja „Gleymt Lykilorð“ ef lykilorðið vantar):

 

 

 Innskrá

 

 

Síðan þarf að velja „Sýna Pantanir“:

 

 

 syna_pantanir

 

Smella síðan á „Sækja Forrit“:

 

sækja_forrit

 

Og þar birtist nýi áskriftarlykillinn, sem þarf af afrita og líma inn í F-PROT forritið í tölvunni:

 

Askriftarlykill

 

 

 

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hann er settur inn í forritið:

  1. Opnaðu F-PROT Antivirus.
  2. Smelltu á valmyndina Uppfærslur.
  3. Undir Áskrift, smelltu á Staða.
  4. Í þessum glugga, smelltu á hnappinn Nýr áskriftarlykill.
  5. Skráðu áskriftarlykilinn inn í reitina (sjá mynd). Forðast má villur með því að afrita áskriftarlykilinn og líma hann inn í fyrsta reitinn (CTRL + C og svo CTRL + V).
  6. Smellið svo á Í lagi.
  7. Ef allt gekk að óskum ætti glugginn nú að sýna "Áskrift gildir til" og svo rétta dagsetningu.

 

  • ATH - ef þú nærð ekki að skrá þig inn til að nálgast áskriftarlykilinn, er hægt að senda póst á þjónustu f-prot.thjonusta@CYREN.com og fá nýja lykilinn sendan.

 

(3 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN