Þekkingargrunnur
Hvernig sé ég hvort Windows sé 32-bita eða 64-bita?
Sent af Finnbogi Finnbogason on 22/01/2016 11:16

Við uppsetningu á F-PROT Antivirus þarf að velja 32-bita eða 64-bita útgáfu. Hvort verður fyrir valinu fer eftir því hvort stýrikerfið á þinni tölvu sé 32-bita eða 64-bita.

Hér eru nokkur skref til að athuga hvort Windows stýrikerfið á þinni tölvu sé 32-bita eða 64-bita:

 

Í Windows 8 og 10:

1. Hægrismelltu á Start (Windows) hnappinn, neðst í vinstra horninu

2. Veldu System 

3. Þar sérðu undir System hvort Windows sé 32-bita eða 64-bita 

 

Í Windows 7 og Vista:

1. Smelltu á Start hnappinn

2. Hægrismelltu á Computer og veldu Properties

3. Þar sérðu undir System type hvort Windows sé 32-bita eða 64-bita .

 

Í Windows XP:

1. Smelltu á Start hnappinn

2. Hægrismelltu á My Computer og veldu Properties

3. Þarna sérðu undir System hvort það standi "x64 Edition". Ef svo er þá ertu með 64-bita útgáfuna en ef það stendur ekki "x64 Edition" þá ertu með 32-bita útgáfuna

 

(9 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN