Þekkingargrunnur
F-PROT Antivirus á Windows 8/10
Sent af Finnbogi Finnbogason on 02/02/2016 14:07

F-PROT er fullgild vírusvörn að því leyti að hún uppfyllir algjörlega þær kröfur sem eru gerðar til Antivirus hlutverksins í Windows, þar með talið í Windows 8/10. 

Með Windows 8 er "Action Center" hins vegar farið að fylgjast líka með því sem kallast Antispyware, en slík forrit fylgjast með öðrum tegundum óæskilegra hluta á tölvunni. Þeir hlutir eru ekki strangt til tekið hættulegir heldur telst frekar sem auglýsingabúnaður.

Það sem gerist þegar Antivirus forrit er sett inn á Windows 8 er að Windows Defender, sem fylgir Windows og sá um bæði Antivirus og Antispyware hlutverkin, hopar alfarið og slekkur á sér. Við það opnast gap sem Action Center varar við, þ.e. að það vanti Antispyware forrit.


(12 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN