Þekkingargrunnur
Sjálfvirkt verkfæri til að fjarlægja útgáfu 3
Sent af Finnbogi Finnbogason on 17/10/2013 13:59

Verkfærið er ætlað til notkunar á Windows 2000/XP og til þess að keyra þarf tilheyrandi Administrator réttindi.

  1. Smelltu hér til að hlaða niður verkfærinu sem kallast FPAV3EX
    Vistaðu skrána á skjáborðinu (e. desktop) með því að velja Save og velja Desktop táknið til vinstri í glugganum sem birtist.
  2. Lokaðu öllum forritum áður en haldið er áfram. Það ætti þó að vera í lagi að hafa þessa vefsíðu opna.
  3. Opnaðu nú skrána á skjáborðinu (fpav3ex.exe). Þú gætir séð svokallaðan Command Prompt glugga (svartan textaglugga) rétt bregða fyrir á skjánum. Þetta gerist mjög snöggt og ekki víst að þú sjáir nokkuð af því sem er að gerast.
  4. Endurræstu nú tölvuna. Öll ummerki F-PROT Antivirus útgáfu 3 ættu nú að vera horfin.
(0 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN