Þekkingargrunnur
Vanskráning á VBScript.dll hindrar uppsetningu
Sent af Finnbogi Finnbogason on 08/01/2009 09:08

Þessi grein leysir úr vandamáli sem getur komið upp í uppsetningu á F-PROT Antivirus fyrir Windows. Villan kemur upp mjög snemma í uppsetningarferlinu, þá annað hvort þegar ýtt er á fyrsta Áfram hnappinn í ferlinu eða rétt eftir skrefið um áskriftarlykilinn.

Byrjaðu á að opna skipanaglugga (command prompt). Í Windows XP er það gert með því að smella á Ræsa > Keyra (Start > Run), rita "CMD" í reitinn og velja Í lagi (OK). Í Windows Vista er það örlítið frábrugðið. Þar þarf að smella á ræsihnappinn (Start), skrifa "CMD" í leitarreitinn (Search) neðst í valmyndinni og hinkra ögn, hægri-smella svo á CMD táknið sem birtist efst í valmyndinni og velja "Run as Administrator".

Þegar skipanaglugginn er kominn upp á skjáinn, þá skrifaðu inn þessa skipun:

regsvr32 vbscript.dll

Ýttu á ENTER til að keyra skipunina. Þá ættu skilaboð að koma á skjáinn um að skráning á vbscript.dll hafi tekist ("... succeeded"). Lokaðu þá skipanaglugganum og prófaðu að keyra uppsetninguna á ný. Hún ætti nú að fara eðlilega fram.

(14 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN