Þekkingargrunnur
Blár skjár (e. Blue Screen of Death)
Sent af Finnbogi Finnbogason on 24/11/2008 12:12
Blár skjár bendir til þess að í Windows stýrikerfinu hafi komið upp það alvarleg villa að nauðsynlegt reyndist að stöðva alla vinnslu og endurræsa tölvuna til að bjarga gögnum. Ástæður fyrir þessum svokallaða bláa skjá dauðans (e. Blue Screen of Death, BSOD) geta verið margar.

Helstu ástæður fyrir bláum skjá í tengslum við F-PROT eru:

Þegar F-PROT er uppfært úr útgáfu 3 í útgáfu 6 hefur komið fyrir að leifar séu enn eftir af útgáfu 3 á tölvunni.
  1. Kveikið á tölvunni og bíðið. Ef blái skjárinn birtist aftur bíddu þá meðan tölvan endurræsir
  2. Tölvan birtir svo valmynd í hvítu letri á svörtum grunni þar sem fram kemur Start Windows normally.
  3. Notaðu þá örvahnappana á lyklaborðinu til að velja í staðinn Last known good configuration.
  4. Windows ræsir þá upp eðlilega.
  5. Smelltu svo hér til að fjarlægja útgáfu 3 með sjálfvirku verkfæri
Aðrar ástæður geta verið:
  1. Bilun í vélbúnaði tölvunnar
  2. Skemmdir í stýrikerfinu (Windows)
  3. Árekstrar milli forrita
  4. Sérlega kvikindislegt og djúplægt smit (e. rootkit) sem þarf sérfræðiþekkingu til að greina og fjarlægja ef kostur er.
Við mælum með að hafa samband við Tækniþjónustu ef einhver grunur leikur á að um annað en bilun í vélbúnaði sé að ræða.
(3 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN