Þekkingargrunnur
Lykla-Pétur segir "Fannst" en fjarlægir ekki skrána.
Sent af Steinn Ingi Þorsteinsson on 28/05/2010 16:07
Einkenni: Handvirk / sjálfvirk skönnun greinir frá grunsamlegum hlutum sem fundust í Lykla-Pétri, en Lykla-Pétur sótthreinsar hvorki né eyðir þeim. Forritið segir aðeins "Fannst".

Lykla-Pétur býður upp á möguleikann að finna "hugsanleg óæskileg forrit". Slíkar skrár geta verið njósnaforrit, forrit sem birta auglýsingar á skjánum þínum eða forrit sem framkalla ákveðnar aðgerðir inn á tölvunni þinni. Þessi forrit voru hönnuð í góðri meiningu en þau geta þó verið notuð í slæmum tilgangi.

Möguleikinn um að tilkynna hugsanleg óæskileg forrit, sem má finna í Veiruskannar : Ýmislegt : Stillingar, stýrir hvort Lykla-Pétur greinir frá þessum forritum eða ekki. Þar segir Lykla-Pétur að það muni aðeins greina frá slíkum hlutum, en hins vegar muni forritið hvorki setja þær í sóttkví né eyða þeim.

Oftast er hægt að fjarlægja þessi forrit í Control Panel í Windows. Farðu í Start (: Settings) : Control Panel og opnaðu annað hvort Add/Remove programs (í Windows XP) eða Programs and features (í Windows Vista/Windows 7). Þar ættiru að að finna nafn á skrá líkri þeirri sem Lykla-Pétur greindi frá í skönnuninni og þú ættir að geta fjarlægt hana þaðan.

Hins vegar getur verið að einstakar skrár séu ekki skráðar inn  
í Add/Remove programs eða Programs and features. Þessum skrám má þá eyða handvirkt með því að fara í möppuna þar sem þær eru staðsettar og eyða þeim.
(10 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN