Þekkingargrunnur
Smit sem F-PROT ræður ekki við - Skref 1
Sent af Finnbogi Finnbogason on 19/03/2013 10:34
Finni F-PROT óværu á tölvunni og geti ekki fjarlægt hana eða sett í sóttkví, þá er óværan líklegast virk og búin að læsa sig fasta.

Hér eru leiðbeiningar í nokkrum skrefum, um hvernig ræsa má tölvuna í Safe Mode til að keyra þar skönnun með Lykla-Pétri.

Áður en þú byrjar:
 • Óværur eru mjög misjafnar og geta valdið djúpum smitum sem ekki er hægt að fjarlægja nema með aðstoð sérfræðings. Ef skrefin hér á eftir koma ekki að gagni, þá er best að hafa samband við Tækniþjónustu.
 • Hér er gert ráð fyrir að nýjasta útgáfan af F-PROT sé uppsett og að gagnaskrárnar séu uppfærðar.
Þá er komið að skrefunum:
 1. Smelltu á Start > Shut Down og veldu Restart til að endurræsa tölvuna.
 2. Strax og tölvan byrjar að ræsa sig upp að nýju skaltu ýta á F8 takkann ítrekað, þar til valmynd (hvítt letur á svörtum grunni) kemur upp á skjáinn.
 3. Í listanum á valmyndinni, notaðu örvahnappana á lyklaborðinu til að velja Safe mode. Ýttu svo á ENTER til að halda áfram.
 4. Eftir að Safe Mode er valið er mögulega spurt í hvaða stýrikerfi á að ræsa. Hér ætti að vera nóg að ýta beint á ENTER til að halda áfram.
 5. Nú þarf að bíða í smá stund meðan tölvan ræsir sig. Það getur í sumum tilfellum tekið nokkrar mínútur, en að lokum geturðu skráð þig inn og sérð þá gluggaumhverfið. Ekki láta þér bregða ef það lítur svolítið öðruvísi út, t.d. að allt sé heldur stærra en það var áður, litir takmarkaðir og að "Safe Mode" komi fram í öllum hornum.
 6. Opnaðu nú Lykla-Pétur (F-PROT Antivirus) og veldu Veiruskannar > Handvirk skönnun > Tölva notanda. Við það mun skönnun vinna eins og áður, athuga öll drif og fjarlægja þær óværur sem hann finnur. Undantekningin er þó að hér eru mun meiri líkur á að hreinsunin takist, svo gáðu að því í skönnunarglugganum þegar skönnun lýkur.
   
 7. Þegar skönnun er lokið má svo endurræsa tölvuna og hún mun þá ræsa upp á eðlilegan hátt.
Ef niðurstaðan var með Lykla-Pétur finnur í Safe Mode að óværuskrárnar virðast ennþá læstar og sitja fastar, þá þarf að taka smitið fastari tökum. Fyrir þá sem treysta sér til, má fara eftir leiðbeiningunum í Skrefi 2 til að fjarlægja skrána eða skrárnar handvirkt. Almennt mælum við þó með að hafa samband við Tækniþjónustu og fá aðstoð við hreinsunina. Þá er mjög hjálplegt ef skönnunarskýrslan frá Lykla-Pétri fylgir með.
(10 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN