Þekkingargrunnur
Villa kom upp í uppsetningu
Sent af Finnbogi Finnbogason on 22/02/2013 12:55
Ef villa kemur upp meðan á uppsetningu á F-PROT Antivirus útgáfu 6 stendur geta ástæðurnar verið nokkrar. Hér eru nokkrar tillögur sem þú getur reynt til að leysa úr þeim algengustu:
  1. Sértu þegar með nýjustu útgáfuna af F-PROT uppsetta þarf ekki að setja hana upp aftur.
    Endurræstu tölvuna og opnaðu F-PROT. Ef öll atriðin á upphafssíðunni eru græn ætti ekki að vera þörf á að gera neitt fleira.
  2. Vertu viss um að uppsetningin sé keyrð upp af notanda sem hefur stjórnandaréttindi á tölvunni (administrator privileges).
  3. Ef þú færð villu, prófaðu að endurræsa tölvuna og keyra uppsetninguna aftur.
  4. Á hvaða stigi uppsetningarinnar kemur villan upp?
    • Strax eftir að ýtt er á Áfram í upphafsskrefinu? - Prófaðu þessa lausn. Ef það gengur ekki, hafðu samband við Tækniþjónustu.
    • Meðan verið er að setja inn skrárnar? - Í því tilfelli mun ákveðið villunúmer vera gefið upp. Það er best að hafa samband við Tækniþjónustu og gefa upp númer villunnar til að fá réttar leiðbeiningar um hvað skal gera.
Komi þessar tillögur ekki að gagni er rétt að hafa samband við Tækniþjónustu og fá frekari ráðleggingar.

(17 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN