Þekkingargrunnur
Sérhæfð skönnun
Sent af - NA - on 27/04/2009 13:48

Sérhæfð skönnun gerir þér kleift að útbúa eina eða fleiri skannanir sem skanna ákveðna hluta tölvunnar með ákveðnum forsendum og á ákveðnum tíma eða timum. Sem dæmi má nefna vikulega skönnun á öllum hörðum diskum eða daglega skönnun á ákveðnum netdrifum.

Til að setja upp sérhæfða skönnun er farið í Veiruskannar> Sérhæfð skönnun og smellt á Nýtt...

  1. Fyrst er sett inn verknafn fyrir skönnunina og svo smellt á Áætla... Þar er hægt að velja þann tíma dags sem skönnunin á að keyra á og hve oft hún á að keyra.
  2. Því næst er það drif valið sem á að skanna með því að smella á Velja... Einnig er hægt að skrifa skönnunarslóðina í textagluggann.
  3. Aðrar stillingar eru sjálfgefnar en hægt er að breyta þeim sé þess óskað.
  4. Að lokum er ýtt á Vista.

Þá er skönnunin tilbúin og mun keyra á þeim tíma sem var valinn.

(2 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN