Þekkingargrunnur
Tölvan smituð, F-PROT finnur ekkert
Sent af Finnbogi Finnbogason on 05/05/2015 11:04

Nýjar óværur skipta þúsundum á degi hverjum og misjafnt hvaða veiruvarnir eru fyrstar til að koma upp vörnum við þeim. F-PROT hefur þó það sem margar aðrar veiruvarnir hafa ekki, þ.e. svokölluð reglusöfn (e. heuristics). Þau auka líkur á að hlutir finnist strax, út frá ákveðinni hegðun. Gruni þig að tölvan sé smituð en F-PROT sýnir engin merki um það, prófaðu að skanna með svokallaðri sérhæfðri skönnun, svona:

  1. Opnaðu F-PROT
  2. Smelltu á Veiruskannar (efst)
  3. Smelltu á Sérhæfð skönnun (neðarlega vinstra megin)
  4. Smelltu á "Nýtt" hnappinn. Þá birtist síða þar sem þarf að skíra og stilla skönnunina.
  5. Settu nafn á skönnunina og veldu slóðina sem hún á að skanna, t.d. C:\
  6. Eina stillingin sem þarf breyta er að velja "Vandleg skönnun". Hafðu allt annað óbreytt.
  7. Vistaðu nú skönnunina.
  8. Smelltu nú á skönnunina í listanum og smelltu svo á Keyra
(4 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN