Þekkingargrunnur
Handvirk uppfærsla
Sent af Finnbogi Finnbogason on 24/11/2008 12:12
F-PROT Antivirus fyrir Windows sækir uppfærslur sjálfvirkt. Á innan við klukkutíma fresti athugar F-PROT hvort uppfærslur séu fáanlegar og sækir það sem vantar upp á ef þörf krefur.

Í sumum tilfellum, t.d. þar sem Netið er ekki sítengt, getur verið þörf á að uppfæra handvirkt á þeim tímum sem tengingin er til staðar. Ef tenging er til staðar í meira en klukkustund er þó ekki þörf á að uppfæra handvirkt, því sjálfvirka uppfærslan hefur þá að öllum líkindum þegar átt sér stað.

Til að athuga með uppfærslur:

  1. Opnið F-PROT Antivirus.
  2. Smellið á Uppfærslur
  3. Smellið á Uppfæra neðst í hægra horni gluggans.
  4. Þegar uppfærsluferlinu lýkur er hægt að smella á Loka til að loka glugganum.
(16 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN