Þekkingargrunnur
Veiruskönnun
Sent af Finnbogi Finnbogason on 24/11/2008 12:12
Handvirk skönnun

Einfaldasta leiðin til að skanna tölvuna er að fara í Veiruskannar og smella á Skanna tölvu í hægra horninu neðst. Almennt séð þarf þó ekki að skanna handvirkt ef sjálfvirka skrárkerfisvörnin er virk (sjá neðar).

Sérhæfð skönnun

Sérhæfð skönnun gerir þér kleift að útbúa eina eða fleiri skannanir sem skanna ákveðna hluta tölvunnar með ákveðnum forsendum og á ákveðnum tíma eða timum. Sem dæmi má nefna vikulega skönnun á öllum hörðum diskum eða daglega skönnun á ákveðnum netdrifum. Sérhæfð skönnun er búin til með því að fara í Veiruskannar efst, svo Sérhæfð skönnun undir Ýmislegt í valmyndinni vinstra megin.

Sjálfvirkir skannar


Með sjálfvirkum skönnum, þ.e. skráarkerfisvörn, Internetvörn og tölvupóstvörn, eru skrár athugaðar um leið og þær koma inn á tölvuna og jafnframt um leið og tilraun er gerð til að opna skrá á tölvunni. Skrár sem F-PROT telur vera grunsamlegar eða þekkir sem óværur eru sjálfvirkt fjarlægðar eða settar í sóttkví.
(5 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN