Þekkingargrunnur
Smit sem F-PROT ræður ekki við (mistókst að setja í Sóttkví)
Sent af Finnbogi Finnbogason on 24/10/2016 11:03

Finni F-PROT óværu á tölvunni og geti ekki fjarlægt hana eða sett í sóttkví, þá er óværan líklegast virk og búin að læsa sig fasta.

ATHUGIÐ: Mælt er með að prófa Skref 1 áður en þessi leið er farin.

Hér að neðan eru nokkur skref sem hjálpa þér að fjarlægja skrána handvirkt og meta eftir á hvort það hafi tekist.

Áður en þú byrjar:

 • Óværur eru mjög misjafnar og geta valdið djúpum smitum sem ekki er hægt að fjarlægja nema með aðstoð sérfræðings. Ef skrefin hér á eftir koma ekki að gagni, þá er best að hafa samband við Tækniþjónustu.
 • Hér er gert ráð fyrir að nýjasta útgáfan af F-PROT sé uppsett og að gagnaskrárnar séu uppfærðar.

Þá er komið að skrefunum:

 1. Skráðu hjá þér hvað skráin heitir og hvar hana er að finna á tölvunni. F-PROT birtir skráarnafn óværunnar og undir hvaða nafni hún þekkist (t.d. W32/óværunafn.AB)
  Slóðina finnurðu með því að smella á [+] táknið, sem þá víkkar birtinguna í að sýna slóðina í næstu línu.
  Dæmi um skráarnafn: nafnid.exe eða nafnid.dll.
  Dæmi um slóð: C:\Windows\System32.

 2. Sæktu tól sem heitir Killbox með því að smella hér

 3. Opnaðu nú Killbox sem situr á skjáborðinu. 

 4. Sláðu inn í reitinn slóðina og skráarnafnið. Til dæmis: C:\Windows\System32\nafnid.exe

 5. Veldu svo Delete on Reboot og smelltu á rauða hnappinn með hvíta X-inu. Killbox staðfestir þá að skránni verði eytt við endurræsingu.


 6. Veldu já (Yes) til að endurræsa tölvuna eða nei (No), t.d. ef til stendur að eyða fleiri skrám í einni atrennu.

 7. Ef um fleiri skrár er að ræða, endurtaktu skref 1 og 4-6 fyrir allar skrárnar.

Nú þegar skránni/skránum hefur verið eytt er best að skanna á ný með F-PROT til að vera viss um að allt sé nú hreint. Ef sama skráin birtist aftur eða ef nýjar skrár birtast nú eftir þessa skönnun, þá er líklegt að um nýjar óværur sé að ræða og F-PROT finni aðeins hluta þeirra. Slík tilfelli er best að meðhöndla með aðstoð Tækniþjónustu.

(46 atkvæði)
Þessi grein var hjálpleg
Þessi grein var ekki hjálpleg

F-PROT Antivirus og Command Anti-Malware eru vírusvarnir frá CYREN